top of page

Skilmálar

Notendasamningur

Skilmálar þessir gilda um þjónustu Bílafrágangur ehf., kt. 540420-1060, Hlíðasmára 13, 201 Kópavogur (hér eftir nefnt Frágangur). Með því að samþykkja skilmálana lýsir notandi því yfir að hann hafi lesið, skilið og samþykkt skilmálana í heild sinni.

Pöntun og notkun Frágangs

Það er á ábyrgð notanda að gefa upp réttar upplýsingar við pöntun á Frágangi, hvort sem þær eru um hann sjálfan eða aðra aðila ökutækjaviðskiptanna. Notandi ábyrgist að upplýsingar séu réttar og fullnægjand. Frágangi er heimilt að stöðva skjalafrágang og krefjast frekari upplýsinga af notanda ef Frágangur telur ástæðu til að ætla að verið sé að framkvæma ökutækjaviðskipti í andstöðu við skilmála þessa eða landslög. Frágangur áskilur sér allan rétt að synja pöntun um skjalfrágang án þess að tilgreina ástæðu. Með því að samþykkja skilmála þessa heimilar notandi Frágangi að óska þeirra upplýsinga sem Frágangur telur nauðsynlegar til að tryggja öryggi þjónustunnar, öryggi notenda og/eða öryggi utanaðkomandi aðila. Upplýsingaöflun getur falist í fyrirspurnum til notanda eða kröfu um staðfestingar frá honum vegna þeirra upplýsinga sem hann hefur gefið.

Varðveisla, meðferð og ábyrgð notanda

Öll notkun á Frágangi er á ábyrgð notanda. Ef ágreiningur eða tjón verður vegna notkunar á Frágangi eða þeim ökutækjaviðskiptum sem gerð eru með Frágangi er það eigendum Bílafrágangs ehf. algerlega óviðkomandi og án ábyrgðar. Notandi getur ekki krafið Frágang um neins konar skaðabætur eða endurgreiðslur vegna rangra upplýsinga sem hann kann að hafa gefið við pöntun skjalafrágangs.

Öryggisstefna og meðferð persónuupplýsinga

Frágangur er ábyrgðaraðili við vinnslu gagna, eins og skilgreint er í lögum um persónuvernd og reglugerð Evrópusambandsins GDPR og er vinnsla persónuupplýsinga sanngjörn og gagnsæ. Notandi getur haft samband við Frágang hvenær sem er til að:

  • Óska eftir aðgangi að þeim upplýsingum sem Frágangur á um notanda

  • Leiðrétta upplýsingar sem Frágangur á um notanda

  • Eyða upplýsingum sem Frágangur á um notanda

  • Eða nýta sér önnur þau réttindi sem kveðið er á um í gildandi persónuverndarlögum.

 

Til að panta Frágang verður notandi að gefa upp kennitölur, nöfn, símanúmer og netföng þeirra aðila sem koma að ökutækjaviðskiptunum.  Einnig þarf að gefa upp heimilisfang kaupanda og seljanda. Frágangur fylgir íslenskum lögum um meðferð persónuupplýsinga og ítrasta öryggis er gætt í meðferð þeirra. Þegar kaupandi sækir um bílalán eða bílasamning í gegnum Frágang er upplýsingum um kaupanda deilt með þeim lánveitanda sem hann valdi í pöntunarferlinu. Upplýsingarnar eru ekki notaðar í öðrum tilgangi.

Komi til breytinga á eignarhaldi Frágangs hefur það ekki áhrif á réttindi og skyldur notanda og þjónusta Frágangs mun haldast óbreytt óháð slíkum breytingum nema notanda verði tilkynnt um annað með hæfilegum fyrirvara.

Ef notandi hefur einhverjar frekari spurningar um það hvaða upplýsingar Frágangur safnar og geymir er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst á fragangur@fragangur.is

Gjaldtaka

Allar upplýsingar um verðskrá Frágangs er að finna á https://www.fragangur.is/verdskra.

Villur og ábyrgð

Ef um sannarleg mistök er að ræða af hendi Frágans verða slík mistök leiðrétt svo fljótt sem auðið er.

Breyting á skilmálum og aðrar tilkynningar

Notandi hefur aðgang að gildandi skilmálum á vef Frágangs, www.fragangur.is. Frágangur hefur heimild til að breyta ákvæðum skilmála þessara einhliða. Notandi samþykkir framangreindar aðferðir við upplýsingagjöf til hans. Notandi samþykkir gildandi skilmála í hvert skipti sem ný pöntun er gerð hjá Frágangi. Frágangur áskilur sér rétt að hafa samskipti við notendur sína í gegnum SMS skilaboð og með tölvupósti. Frágangur mun eingöngu senda upplýsingar til notenda er varða þjónustu fyrirtækisins en ekki áreiti frá þriðja aðila.

Öll mál, sem rísa kunna af notkun Frágangs skulu, nema á annan veg sé samið, fara eftir íslenskum lögum. Rísi mál vegna brota á skilmálum þessum eða ágreinings um túlkun þeirra má reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Gildistími

Skilmálar þessir eru gefnir út af Frágangi og gilda frá 15. apríl 2020 og til þess tíma er nýir skilmálar taka gildi.

bottom of page